Site icon Mótefni.is

Vöruflokkar

Vöruflokkar

Byrjendapakkar

Mismunandi byrjendapakkar fyrir mótagerð. Frábær leið til að læra undirstöðurnar í mótagerð, hvort sem það er fyrir almenna mótagerð eða líkamsmótun. Þeir eru hagkvæmir að því leyti að ódýrara er að kaupa þá heldur en vörurnar hverjar fyrir sig. Í hverjum pakka fylgja skref fyrir skref leiðbeiningar sem hjálpa þér í gegnum ferlið.
Tilvalið fyrir allskonar listir, tæknibrellur kertagerð, prótótýpusmíði og margt fleira!

Sílikon Platinum – Cure

Platinum-cure sílikon mót þykja með þeim betri. Samdráttur er lítill sem enginn eftir hörnun og þau hafa lengsta hillulíf af öllum sílikonefnunum okkar. Þykja góð í afsteypugerð fyrir mörg mismunandi efni ásamt því að þau hafa eiginleika sem tin-cure sílikon hafa ekki, t.a.m. eru nokkrar tegundir með stimpilinn „örugg á húð” og má smyrja þeim beint á skinn. Þau eru notuð til að búa til gervilimi og stoðtæki, í tæknibrellur fyrir leikhús og kvikmyndir ásamt því að mörg hver eru örugg til matargerðar.

Sílikon Tin – Cure

Tin-cure sílikon mót eru notuð í afsteypugerð þar sem nota má vax, gifs, fjölliða gifs og margt fleira en eru leiðandi í framleiðslu þegar notað er urethane plast, epoxy og polyester efni. Það má einnig nota mótin í framleiðslu á lágsuðu málmblöndum.

Urethane Rubber

Efnin þykja auðveld til notkunar ásamt því að vera mjög endingargóð. Hægt er að hella, pensla og spreyja efnum á módel. Þau harna með litlum sem engum samdrætti. Þau eru hagkvæm, draga fram ítarlegustu smáatriði módels og henta best í afsteypugerð fyrir steypu, gifs og vax.

Urethane Resins

Fjölbreytt úrval af plastefnum, litum og ýmsum aukaefnum til húðunar í afsteypugerð. Hentug efni fyrir mismunandi iðnað, listir og áhugamál. Þessi plastefni eru notuð af mörgum aðilum fyrir ítarlegar frumgerðasmíðar (prótótýpur), leikmunahönnun og margt fleira.

Epoxy efni

Epoxy efnin okkar henta fyrir mismunandi iðnað. Þau eru harðari og sterkari en önnur epoxy efni og skara fram úr þegar kemur að getu og hitaþoli. Þau eru tilvalin fyrir:
– frumgerðasmíði til þess að húða afsteypu til gera hana höggþolnari og vatnsvarna

Epoxy leir

Epoxy leir er frábær til að búa til skúlptúra, hægt er að velja um nokkra sem eru misharðir en eiga það allir sameiginlegt að auðvelt er að hnoða þá saman með höndunum.
High Density leirinn okkar góður til að stimpla og líkja eftir áferð trjábarkar, vínviðar og þörunga sem þykja fallegir til skreytinga í fiskabúrum.
Low-Density leirinn okkar góður sem stuðningsskel fyrir léttari módel, einnig er hægt að nota hann í afsteypur. Hann er það léttur að hann flýtur á vatni.

Þenslufrauð/froður

Tvær helstu tegundir þenslufrauða:
Urethaneplast- og sílikonfrauð. Þau harna á stuttum tíma og þykja mjög hentug efni fyrir margskonar iðnað. Hvert frauð hefur ákveðna eiginleika en eiga það sameiginlegt að blása út margfalt sitt upprunalega magn. Auðveld til notkunar og hægt að lita með Smooth-On litum og duftum.

Urethaneplast-frauð:
Hörð, sterk og hægt er að húða, sandblása, (vél)saga, bora og mála þau. Tilvalin til að styrkja holar afsteypur, t.d. úr plasti og öðrum efnum, í leikmunagerð fyrir leikhús og kvikmyndir eða í mismunandi hönnunarvinnu tengt iðnaði og áhugamálum.

Sílikonfrauð:
Sveigjanleg eftir hörnun, sterk og þola mikið áreiti. Tilvalin í að búa til raunverulegar tæknibrellur, leikmuni og búninga, styrkja holar afsteypur úr ýmsum efnum, einangrun á þéttingar og sem fylliefni í ýmis áklæði; púða, skó, o.s.frv.

Líkamsmótun

Algín mótunarefni sem eru auðveld í notkun og hagstæð þegar kemur að því að búa til eina til tvær afsteypur af höndum, andliti eða öðrum líkamspörtum.

Sílikon sem eru örugg á húð og eru frábær til að búa til mót og afsteypur sem endast í mörg ár og má nota aftur og aftur í afsteypugerð fyrir plast, vax, steypu og margt fleira.

Örugg á húð – efni fyrir tæknibrellur

Glær sílikon sem eru örugg að nota á húð. Það er hægt að nota þau á marga mismunandi vegu, t.a.m. til þess að búa til raunverulegar skinn, sára og hreistur tæknibrellur einnig er hægt að nota þau til að líma annað sílikon á húðina, eins og fyrirfram tilbúnar sílikon grímur og sílikon sár. Þessi efni eru notuð mikið í erlenda kvikmyndageiranum, sérstaklega í Hollywood til þess að búa til raunveruleg hnífsstungu sár/skurði, vöðva og líffæra gervi, brunasár, óeðlilega húð, skotsár og svona mætti lengi telja. Efnin eru sterk og halda vel, jafnvel á erfiðum svæðum þar sem hreyfing er mikil eins og á olnboga, fingrum og ýmsum liðamótum. Efnið heldur þangað til það er fjarlægt.
Í þessum flokki má einnig finna margar tegundir af mismunandi gerviblóði, t.a.m. nýtt blóð, gamalt og storknað blóð, dökkt eða ljóst blóð, þunnt eða þykkt blóð o.s.frv.

Grunnar og mótlosunarefni

Góðir valmöguleikir af grunnum og mótlosunarefnum (sealers, release agents) sem henta vel með öllum Smooth-On rubbers, plasti, frauði og sílikoni. Að nota réttan grunn eða mótlosunarefni getur skipt sköpum um árangur verkefnisins.

Exit mobile version