„ÖRUGG Á HÚÐ" efni fyrir tæknibrellur

Glær sílikon sem eru örugg að nota á húð. Það er hægt að nota þau á marga mismunandi vegu, t.a.m. til þess að búa til raunverulegar skinn, sára og hreistur tæknibrellur einnig er hægt að nota þau til að líma annað sílikon á húðina, eins og fyrirfram tilbúnar sílikon grímur og sílikon sár. Þessi efni eru notuð mikið í erlenda kvikmyndageiranum, sérstaklega í Hollywood til þess að búa til raunveruleg hnífsstungu sár/skurði, vöðva og líffæra gervi, brunasár, óeðlilega húð, skotsár og svona mætti lengi telja. Efnin eru sterk og halda vel, jafnvel á erfiðum svæðum þar sem hreyfing er mikil eins og á olnboga, fingrum og ýmsum liðamótum. Efnið heldur þangað til það er fjarlægt.
Í þessum flokki má einnig finna margar tegundir af mismunandi gerviblóði, t.a.m. nýtt blóð, gamalt og storknað blóð, dökkt eða ljóst blóð, þunnt eða þykkt blóð o.s.frv.