Skilmálar Mótefnis ehf.

Almennir ábyrgðarskilmálar

 • Allar vörur eru seldar með fullri ábyrgð samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003.
 • Ábyrgð miðast við dagsetningu kaupnótu.
 • Kaupnóta/reikningur er nauðsynleg þegar staðfesta þarf ábyrgð.
 • Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits.
 • Ábyrgðin fellur úr gildi ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar.
 • Öll verð á vef motefni.is eru birt með fyrirvara og einnig er fyrirvari um innsláttarvillur

Skilaréttur

 • Heimilt er að skila vöru gegn framvísun reiknings innan 30 daga frá kaupum.
 • Varan skal vera heil, innsigli órofið og í óskemmdum umbúðum.
 • Við skil á vöru er gefin út inneignarnóta sem gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
 • Við skil á vöru er miðað við upprunalegt söluverð vörunnar á nótu.
 • Mótefni áskilur sér rétt til að draga 15% af upprunalegu verði þegar vöru er skilað.
 • Viðskiptavinur ber alla ábyrgð á öllum auka kostnaði sendingargjalda.

Trúnaður

 • Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
 • Allar persónuupplýsingar eru einungis notaðar til að útbúa reikninga, rukka og senda vörur til viðskiptavina.
 • Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Mótefni

 • Heimilisfang: Hafnarstræti 88

Afhending Vöru

 • Mótefni notast við póstsendingar hjá póstinum og miðast sendingartími og verð við þjónustu Póstsins hér
 • Mótefni reynir eftir fremsta megni að koma vöru 1-2 virkum dögum eftir að sending er pöntuð á vefnum á pósthús.
 • Ef vara er ekki til býðst viðskiptavini að fá endurgreitt eða fá sambærilega vöru í staðinn.