Þenslufrauð / froður

Tvær helstu tegundir þenslufrauða/froður:
Urethaneplast- og sílikonfrauð. Þau harna á stuttum tíma og þykja mjög hentug efni fyrir margskonar iðnað. Hvert frauð hefur ákveðna eiginleika en eiga það sameiginlegt að blása út margfalt sitt upprunalega magn. Auðveld til notkunar og hægt að lita með Smooth-On litum og duftum.

Urethaneplast-frauð:
Hörð, sterk og hægt er að húða, sandblása, (vél)saga, bora og mála þau. Tilvalin til að styrkja holar afsteypur, t.d. úr plasti og öðrum efnum, í leikmunagerð fyrir leikhús og kvikmyndir eða í mismunandi hönnunarvinnu tengt iðnaði og áhugamálum.

Sílikonfrauð:
Sveigjanleg eftir hörnun, sterk og þola mikið áreiti. Tilvalin í að búa til raunverulegar tæknibrellur, leikmuni og búninga, styrkja holar afsteypur úr ýmsum efnum, einangrun á þéttingar og sem fylliefni í ýmis áklæði; púða, skó, o.s.frv.

Showing 1–9 of 17 results