Sílikon - Platinum Cure

Platinum-cure sílikon þykja með þeim betri. Samdráttur er lítill sem enginn eftir hörnun og þau hafa lengsta hillulíf af öllum sílikonefnunum okkar. Þykja góð í afsteypugerð fyrir mörg mismunandi efni ásamt því að þau hafa eiginleika sem tin-cure sílikon hafa ekki, t.a.m. eru nokkrar tegundir með stimpilinn „örugg á húð” og má smyrja þeim beint á skinn. Þau eru notuð til að búa til gervilimi og stoðtæki, í tæknibrellur fyrir leikhús og kvikmyndir ásamt því að mörg hver eru örugg til matargerðar.